Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. júlí 2021 11:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH og Breiðablik fá 43,5 milljónir í viðbót - Valur græðir vel
Úr leik FH og Vals á dögunum. Bæði þessi lið taka þátt í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Úr leik FH og Vals á dögunum. Bæði þessi lið taka þátt í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þrjú íslensk félagslið munu taka þátt í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar, sem er ný keppni á vegum UEFA.

Breiðablik, FH og Valur eru liðin sem um ræðir. Til að sjá hverjir andstæðingarnir eru, smelltu þá hérna.

Stjarnan féll úr leik í fyrstu umferð. Stjarnan fær 250 þúsund evrur fyrir þáttöku sína, eða 36,5 milljónir íslenskra króna.

Hin þrjú liðin fá stærri upphæðir fyrir að taka þátt í 2. umferð forkeppninnar.

FH og Breiðablik fá að minnsta kosti 550 þúsund evrur í verðlaunafé, eða rúmlega 80 milljónir íslenskra króna.

Valur - sem deildarmeistarar - fá 260 þúsund evrur ef liðið kemst ekki í riðlakeppni. Liðið fær 550 þúsund evrur ef liðið kemst ekki áfram gegn Bodö/Glimt í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Það eru samtals 810 þúsund evrur, eða 118,5 milljónir íslenskra króna.

Hér er bara verið að skrifa um verðlaunafé.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþátt um Sambandsdeildina í spilaranum hér að neðan.
Íslenski boltinn í faðmi Sambandsdeildarinnar
Athugasemdir
banner
banner