Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. júlí 2021 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjú íslensk lið eftir í Sambandsdeildinni - Næstu mótherjar
Alfons Sampsted mætir á Hlíðarenda.
Alfons Sampsted mætir á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verða þrjú íslensk félagslið í næstu umferð Sambandsdeildarinnar sem er á vegum UEFA.

Valur féll úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Dinamo Zagreb og kemur inn í næstu umferð Sambandsdeildarinnar eftir það tap.

Valur mætir norsku meisturunum í Bodö/Glimt í Sambandsdeildinni. Það verður gríðarlega erfitt verkefni fyrir Íslandsmeistarana. Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted spilar með Bodö/Glimt og hann mætir á Hlíðarenda.

FH hafði betur gegn Sligo Rovers frá Írlandi og mætir einnig norsku liði í næstu umferð; Rosenborg.

Breiðablik lagði þá Racing frá Lúxemborg og mætir Austria Vín frá Austurríki.

Valur og FH spila fyrri leikinn á heimavelli, en Breiðablik leikur seinni leikinn á heimavelli. Leikirnir verða næsta fimmtudag, 22. júlí, og 29. júlí.

Stjarnan er úr leik í keppninni, en liðið tapaði fyrir Bohemians frá Írlandi, 4-1 samanlagt.
Athugasemdir
banner