Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 12:50
Elvar Geir Magnússon
Leikdagur í beinni - Hitað upp fyrir Liverpool - Man Utd
Leikurinn hefst 16:30
Mynd: Getty Images
Klukkan 16:30 hefst stórleikur Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn sem allir eru að tala um.

Það er langt síðan spennan fyrir viðureign þessara tveggja liða hefur verið eins mikil en við hvetjum fólk til að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um leikinn á Twitter.

Manchester United er í efsta sæti deildarinnar, þremur stigum á undan Englandsmeisturunum.

Fótbolti.net hitar upp fram að leik og rifjar upp fréttir sem birtar hafa verið í aðdraganda leiksins
15:58
TAKK FYRIR SAMFYLGDINA Í DAG

Við segjum þetta gott í upphitun fyrir stórleik Liverpool og Manchester United. Vonandi verður leikurinn hin besta skemmtun!

Ívan Guðjón og Guðmundur Aðalsteinn standa vaktina hér á Fótbolta.net yfir leiknum og einnig eftir hann. Allt sem fréttnæmt er kemur strax inn á síðuna!

Þá er fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu. Góðar stundir.

Eyða Breyta
15:51
LEIK LOKIÐ: Sheffield Utd 1 - 3 Tottenham
0-1 Serge Aurier ('5 )
0-2 Harry Kane ('40 )
1-2 David McGoldrick ('59 )
1-3 Tanguy Ndombele ('62 )

Eyða Breyta
15:47


Leikurinn verður auðvitað beint á Síminn Sport þar sem upphitun fer að hefjast eftir nokkrar mínútur. Tómas Þór hitar upp fyrir leikinn með Eiði Smára, Gylfa Einars og John Arne Riise. Gunnar Ormslev mun svo lýsa leiknum sjálfum.

Eyða Breyta
15:43


Eyða Breyta
15:41
Kíkjum aðeins inn í klefa Liverpool...




Eyða Breyta
15:39


Eyða Breyta
15:38
Nánar um byrjunarliðin:

Já Xherdan Shaqiri byrjar fyrir Liverpool og það er eina breytingin sem Jurgen Klopp gerir frá 1-0 tapinu gegn Southampton.Hann kemur inn fyrir Alex Oxlade-Chamberlain.

Liverpool er áfram ekki með miðvörð í liðinu og Jordan Henderson verður í hjarta varnarinnar við hlið Fabinho.

Manchester United gerir þrjár breytingar frá sigri gegn Burnley, Victor Lindelöf, Fred og Scott McTominay koma inn í liðið.

Eric Bailly, Nemanja Matic og Edinson Cavani fara út.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Fabinho, Henderson, Robertson; Wijnaldum, Shaqiri, Thiago; Mane, Salah, Firmino.

Byrjunarlið Manchester United: De Gea; Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw; McTominay, Fred; Rashford, Fernandes, Pogba; Martial.

Eyða Breyta
15:34


Eyða Breyta
15:31
CAVANI ER Á BEKKNUM HJÁ MAN UTD!



Eyða Breyta
15:30
BRJÓTANDI! HENDERSON ER Í VÖRNINNI OG SHAQIRI BYRJAR! - Matip er ekki í hópnum.



Eyða Breyta
15:25
Jurgen Klopp fjarlægir grímuna. Byrjunarliðin verða opinberuð á allra næstu mínútum! Það eru sögusagnir um að Jordan Henderson verði í miðverði hjá Liverpool.




Eyða Breyta
15:22
Donny van de Beek og Nemanja Matic skoða aðstæður.




Eyða Breyta
15:20
Sadio Mane virkar vægast sagt hress fyrir stórleikinn.




Eyða Breyta
15:19
MARK! SHEFFIELD UNITED 1-3 TOTTENHAM
Tanguy Ndombele ('62) - Stórskemmtilegt mark frá Frakkanum og Tottenham strax aftur í tveggja marka forystu.

Eyða Breyta
15:17
MARK! SHEFFIELD UNITED 1-2 TOTTENHAM
David McGoldrick ('59) minnkar muninn fyrir Sheffield. Tottenham enn og aftur að gefa eftir þegar liðið er í forystu.

Eyða Breyta
15:14
Felix Bergsson, stuðningsmaður Liverpool:
Þetta verður svakalegur leikur og grófur og kæmi ekki á óvart að einhverjir yrðu bornir af velli. Samkvæmt öllu, formi og árangri undanfarið, er United líklegra en ég trúi að mínir menn berjist til síðasta manns. Það dugir þó bara til jafnteflis. Ég spái 2-2 en þetta verður rosalegt.

Smelltu hér til að lesa spár frá fleiri álitsgjöfum

Eyða Breyta
15:07


Eyða Breyta
15:03


Fyrirliði Liverpool hrósar Rashford í hástert

Í leikskrá leiksins fer Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, mjög fögrum orðum um það sem Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, hefur gert utan vallar. Rashford hefur verið í árangursríkri baráttu fyrir því að börn sem koma frá efnaminni fjölskyldum fái máltíðir í skólanum.

Henderson segir að allir hjá Liverpool beri gríðarlega virðingu fyrir Rashford og því sem hann hefur áorkað í þessari þörfu baráttu sinni.

En það má ekki gleyma því að innan vallar hefur Rashford einnig verið að gera virkilega góða hluti!

Eyða Breyta
14:53


Glæný mynd frá Anfield þar sem fánar hylja tóm sætin í Kop stúkunni. Við eigum von á fleiri myndum frá leikvangnum á næstu mínútum.

Eyða Breyta
14:47
Það er kominn hálfleikur í Sheffield þar sem Tottenham er í þægilegum málum.

Það styttist í að byrjunarliðin hjá Liverpool og Manchester United verði opinberuð. Það verður klukkan 15:30. Miðað við samfélagsmiðlana þá er mesta spennan í því hvernig miðvarðapar Liverpool verður skipað. Er Matip leikfær?

Eyða Breyta
14:40
MARK! SHEFFIELD UNITED 0-2 TOTTENHAM!
Harry Kane ('40) - Kane að skora sitt tólfta mark á tímabilinu.

Eyða Breyta
14:38


Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að það hafi sennilega aldrei verið betri tímapunktur fyrir Manchester United að mæta Liverpool á Anfield.

"Í fyrsta lagi verða ekki áhorfendur á Anfield, það eru meiðsli í varnarlínu Liverpool og þá hefur lið Jurgen Klopp verið í vandræðum með að skora mörk að undanförnu," segir Murphy.

"Þegar þú skoðar líka hvernig United hefur gengið, liðið spilar vel, vinnur leiki og er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Liðið ætti að fara inn í leikinn með meira sjálfstraust en þeir hafa haft í mörg ár."

Murphy skoraði þrisvar sinnum sigurmark fyrir Liverpool gegn United milli 2000 og 2004, allt í 1-0 sigrum.

"Sama hvernig staðan er í deildinni þá eru viðureignir Liverpool gegn United alltaf einstakar vegna sögunnar milli þessara tveggja félaga. En nú þegar liðin eru á toppnum verður þessi leikur enn sérstakari. Það hefur ekki verið eins mikið í húfi í viðureign milli þessara liða í langan tíma."



Eyða Breyta
14:31


Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það verði erfitt fyrir menn að hemja sig í fagnaðarlátum í dag. Leikmenn í enska boltanum hafa fengið þau tilmæli að reyna að forðast of mikla snertingu þegar fagnað er, sleppa faðmlögum og fimmum'

Klopp segir að sínir menn séu meðvitaðir um þetta.

"Þetta er ekki auðvelt en við vitum öll um stöðuna. Strákarnir hafa hingað til verið ótrúlega agaðir og gert þetta vel. Ég veit að þeir munu halda áfram að gera sitt besta, ef það er ástæða til að fagna á sunnudag verður það gert á réttan hátt en það verður erfitt," segir Klopp.

"Þetta er í eðlinu svo þetta er flókið. Þegar þú ert í tækifæri til að skora þarft þú líka að hugsa um hvernig eigi að fagna. Fótbolti er leikur tilfinninga."

Eyða Breyta
14:18
Forsætisráðherra spáir sigri Liverpool

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spáir 3-2 sigri Liverpool og telur að Salah muni skora sigurmarkið.

"Við bara vinnum þetta, 3-2. Ég er mikil Salah-manneskja. Ég held mikið upp á hann," segir Katrín í samtali við Vísi.



Eyða Breyta
14:14


Segir rosalegt væl í herbúðum Liverpool

"Það er rosalegt væl í herbúðum Liverpool. Það er enginn vafi. Frá því að Van Dijk meiddist hefur verið erfitt að fylla það skarð. Þegar er verið að væla um að einhverjir varamenn eða menn sem byrja ekki séu meiddir. Eins og Jota, sem er frábær leikmaður og hefur komið geggjaður inn í Liverpool liðið, en hinir þrír (Salah, Mane, Firmino) voru allir í fyrra og Origi. Þeir unnu titilinn í fyrra með þá. Af hverju er ekki hægt að spila á þeim? Er það eitthvað ómögulegt?" sagði Magnús Gylfason í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn í vikunni.

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn

Eyða Breyta
14:09
Bjarni Þór Viðarsson á Síminn Sport valdi sameiginlegt byrjunarlið og hann valdi fleiri leikmenn úr Man Utd en Liverpool. Hér að neðan má sjá hvernig lið Bjarna lítur út.



Eyða Breyta
14:06
MARK! SHEFFIELD UNITED 0-1 TOTTENHAM
Serge Aurier ('5) - Óskabyrjun hjá Spurs. Aurier skorar með skalla.

Eyða Breyta
14:04


Eyða Breyta
13:58



Eyða Breyta
13:56


Gary Neville og Jamie Carragher settu saman sameiginleg lið þessara tveggja risa í tilefni af leiknum. Hjá þeim var horft til leikmannahópana þegar allir leikmenn eru heilir og því er Virgil van Dijk í báðum liðum.

Lið Gary Neville (4-3-3): Alisson; Alexander-Arnold, Van Dijk, Maguire, Robertson; Fernandes, Fabinho, Pogba; Salah, Rashford, Mane.

Lið Jamie Carragher (4-3-3): Alisson; Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson; Fernandes, Fabinho, Thiago; Salah, Rashford, Mane.

Eyða Breyta
13:53


Dómarar dagsins.

Dómari: Paul Tierney.

Aðstoðardómarar: Lee Betts, Constantine Hatzidakis. Fjórði dómari: Craig Pawson. VAR dómari: Stuart Attwell. VAR aðstoðardómari: Stuart Burt.

Eyða Breyta
13:50


Því er spáð að Thiago Alcantara verði í byrjunarliði Liverpool í dag. Það verður hans fyrsti leikur sem leikmaður Liverpool á Anfield en þeir fimm leikir sem hann hefur spilað hafa allir verið á útivöllum.

Eyða Breyta
13:47
Rio Ferdinand telur að Liverpool sé "brothætt" fyrir toppslaginn gegn Manchester United. Ole Gunnar Solskjær og lið hans mætir á Anfield sem toppliðið og getur með sigri komist sex stigum á undan erkifjendum sínum.



Eyða Breyta
13:43
Það eru alls þrír leikir í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta hefst með leik Sheffield United og Tottenham sem flautaður verður á núna klukkan 14:00.

Smelltu hérna til að sjá byrjunarliðin í þeim leik

Leikir dagsins:
14:00 Sheffield Utd - Tottenham
16:30 Liverpool - Man Utd
19:15 Man City - Crystal Palace

Eyða Breyta
13:38


Bruno Fernandes var valinn leikmaður mánaðarins í desember en hann er fyrsti leikmaðurinn sem vinnur þessi verðlaun fjórum sinnum á sama almanaksárinu.

Eyða Breyta
13:24
Innbyrðis viðureignir:

- Eini sigur Manchester United í síðustu 10 leikjum gegn Liverpool í öllum keppnum var 2-1 deildarsigur á Old Trafford í mars 2018.

- Rauðu djöflarnir hafa farið í gegnum fjóra deildarleiki í röð án þess að vinna Liverpool (2 jafntefli og 2 tapleikir).

- Liverpool stefnir á að ná að vinna þrjá heimaleiki í röð gegn Manchester United.

Eyða Breyta
13:18


Verður Matip með?

Naby Keita er ekki með Liverpool í dag. Hann er á meiðslalistanum ásamt Joe Gomez, Diogo Jota og Virgil van Dijk.

Miðvörðurinn Joel Matip hefur verið í kapphlaupi við tímann til að vera klár í leikinn. Á myndinni hér að ofan má sjá hann æfa á föstudaginn.

"Joel Matip er gangandi meiðslapjakkur. Hann er hins vegar að mínu mati næsbesti miðvörður Liverpool. Mér finnst hann vera betri en Joe Gomez. Hann getur bara spilað 2-3 leiki í röð," sagði Hörður Magnússon við Fótbolta.net í vikunni.

Guardian spáir því að Matip verði klár í leikinn en hér að neðan má sjá líkleg byrjunarlið að þeirra mati:



Eyða Breyta
13:06
Logi Bergmann Eiðsson, Síminn Sport, spáir í leikinn:
Það er bara tvennt sem kemur til greina. Fimm marka hasarleikur með rauðu spjaldi, slagsmálum og góðum VAR-pásum eða 0-0 eða 1-1 í mjög bragðdaufum leik. Ég held að þetta verði fyrri útgáfan. Held að United vinni 3:2 eftir að hafa verið undir og sigurmarkið verði svo umdeilt að við verðum enn að tala um það á Hrafnistu. Pogba verður maður leiksins. Hann virðist hafa vaknað.

Smelltu hér til að lesa spár frá fleiri álitsgjöfum



Eyða Breyta
13:06
Svona er staðan

Manchester United er á toppi deildarinnar og er með þremur stigum meira en Liverpool þegar farið verður inn í þennan stórleik.

Ekki er langt síðan talað var um að Ole Gunnar Solskjær gæti verið rekinn frá Manchester United en liðið er með ellefu stigum meira en það hafði á sama tíma á síðasta tímabili. Liverpool er hinsvegar með 16 stigum minna en í fyrra.

Meiðsli í varnarlínu Liverpool hafa gert Jurgen Klopp erfitt fyrir á þessu tímabili. Í síðustu umferðum hafa komið jafnteflisleikir gegn Fulham og WBA ásamt tapleik gegn Southampton.

Eyða Breyta
13:02



Eyða Breyta
13:01
Upphitun í eyrun!

Í hlaðvarpsveitu Fótbolta.net, sem má meðal annars finna á Spotify eða í gegnum netið með því að smella hér eru veglegar upphitanir fyrir leikinn.

Á fimmtudaginn mættu Hörður Magnússon og Magnús Gylfason í hljóðver og hituðu upp fyrir leikinn stóra. Í útvarpsþættinum í gær var síðan vegleg upphitun með fulltrúum frá kop.is og raududjoflarnir.is.

Eyða Breyta
12:51


Eyða Breyta
12:50
Góðan og gleðilegan daginn!

Hér munum við hita upp fyrir stórleik Liverpool og Manchester United sem hefst klukkan 16:30 og beðið er með mikilli eftirvæntingu!

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner