Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
   sun 17. janúar 2021 13:07
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Sheffield og Spurs: Reguilon á kantinum
Dele Alli utan hóps
Botnlið Sheffield United vann sinn fyrsta leik á úrvalsdeildartímabilinu í síðustu umferð þegar Newcastle kíkti í heimsókn.

Sheffield er í miklum meiðslavandræðum og vantar sjö leikmenn í hópinn, þar á meðal eru Sander Berge, George Baldock, Oli McBurnie og Jack Rodwell.

Chris Wilder gerir aðeins eina breytingu frá sigrinum gegn Newcastle. Ben Osborn meiddist og dettur úr liðinu en Enda Stevens tekur sæti hans. Stevens er kominn aftur eftir meiðsli.

Aðeins Giovani Lo Celso fjarverandi vegna meiðsla hjá Tottenham og er byrjunarlið Jose Mourinho áhugavert. Portúgalinn gerir þrjár breytingar frá jafnteflinu gegn Fulham á miðvikudaginn.

Joe Rodon og Ben Davies koma inn í vörnina á meðan Steven Bergwijn fær tækifæri í framlínunni. Sergio Reguilon mun spila framarlega á kantinum í stað þess að vera í vanalegu bakvarðarstöðunni sinni.

Ekki er pláss fyrir Dele Alli í leikmannahópi Tottenham en hann vill ganga í raðir PSG í mánuðinum, þar sem hann myndi endursameinast Mauricio Pochettino.

Sheffield Utd: Ramsdale, Basham, Egan, Ampadu, Bogle, Lundstram, Norwood, Fleck, Stevens, Burke, McGoldrick.
Varamenn: Foderingham, Baldock, Sharp, Lowe, Jagielka, Brewster, Bryan.

Tottenham: Lloris, Aurier, Rodon, Dier, Davies, Bergwijn, Hojbjerg, Ndombele, Reguilon, Son, Kane.
Varamenn: Hart, Alderweireld, Sanchez, Bale, Lamela, Sissoko, Moura, Gedson, Vinicius.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner