Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 17. mars 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Benzema fimmti leikmaðurinn til að skora 70 mörk
Karim Benzema er sennilega einn vanmetnasti framherji heims
Karim Benzema er sennilega einn vanmetnasti framherji heims
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Karim Benzema er aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora 70 mörk í keppninni en hann náði þeim áfanga í 3-1 sigrinum á Atalanta í gær.

Benzema skoraði fyrsta mark Real Madríd í leiknum á 34. mínútu eftir slæm mistök hjá Marco Sportiello, markverði Atalanta, en þetta mark hjálpaði Madrídingum að komast í 8-liða úrslitin.

Þetta var 70. mark Benzema í Meistaradeildinni en hann er fimmti leikmaðurinn í sögunni sem tekst það.

Það tók hann 126 leiki að ná 70 mörkum en til samanburðar þá tókst Lionel Messi að gera það í 90 leikjum.

Benzema var 33 ára gamall og 87 daga gamall þegar hann afrekaði þetta í gær en aðeins Raul Gonzalez var eldri er hann skoraði 70. mark sitt, þá 33 ára og 282 daga gamall. Messi var yngstur eða 27 ára og 134 daga gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner