Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 17. júlí 2022 20:15
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu sturlað hjólhestaspyrnumark Óla Kalla - „Hvað var ég að sjá?"
Ólafur Karl Finsen er engum líkur.
Ólafur Karl Finsen er engum líkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen, framherji Stjörnunnar, var að skora eitt af flottustu mörkum tímabilsins í leik liðsins gegn ÍA á Norðurálsvellinum.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Stjarnan

Mark Ólafs kom gjörsamlega upp úr engu. Hann tók við boltanum inn í teig eftir hælsendingu Emils Atlasonar, lyfti honum upp og henti sér í hjólhestaspyrnu og söng boltinn svoleiðis í netinu.

Þetta er klárlega eitt af mörkum tímabilsins en markið kom undir lok fyrri hálfleiksins. Staðan er 2-0 fyrir Stjörnumönnum.

„HVAÐ VAR ÉG AÐ SJÁ!?!?

Haraldur Björnsson neglir boltanum fram þar sem Emil Atlason snýr í fyrstu snertingu á Köhler, Jóhann Árni sendir á Eggert Aron sem gefur hann á Emil og Emil tekur hælspyrnu á Ólaf Karl Finsen sem lyftir boltanum upp og tekur Hjólhestaspyrnu upp í hornið!!!

Mark tímabilsins hingað til að mínu mati, ruglað mark!!,"
segir Kári Snorrason, fréttamaður Fótbolta.net, á leiknum.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner