Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. janúar 2022 12:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snær að ganga í raðir Lecce
Davíð Snær
Davíð Snær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson er að ganga í raðir ítalska félagsins Lecce frá uppeldisfélagi sínu Keflavík.

Kristján Óli Sigurðsson vekur athygli á þessu í Þungavigtinni og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er munnlegt samkomulag í höfn. Í kjölfarið verður svo öll pappírsvinna kláruð seinna í dag.

Davíð er nítján ára miðjumaður sem steig sín fyrstu skref í meistaraflokki 2018. Árið 2020 var hann í viðræðum við Vålerenga en ekkert varð úr því að hann skrifaði undir það.

Síðasta sumar var fjallað um að Lecce hefði boðið í Davíð en Keflavík neitaði tilboði ítalska félagsins.

Hjá Lecce hittir Davíð fyrir Þórir Jóhann Helgason sem gekk í raðir félagsins síðasta sumar. Davíð er samningsbundinn Keflavík svo Lecce þarf að kaupa hann frá félaginu.

Sjá einnig:
Var mjög svekktur að fá ekki að upplifa æskudrauminn


Athugasemdir
banner
banner