mið 27. október 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var mjög svekktur að fá ekki að upplifa æskudrauminn
Davíð Snær í leik í sumar.
Davíð Snær í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson er leikmaður Keflavíkur. Hann er nítján ára gamall og var á sínu öðru tímabili með Keflavík í efstu deild. Hann er sá leikmaður í sögunni sem hefur spilað flesta landsleiki fyrir U17 ára landslið Íslands.

Davíð var mikið til umræðu í sumar í kjölfarið á því að Lecce á Ítalíu sýndi honum áhuga og vildi fá hann í sínar raðir í ágúst.

Var mjög svekktur
Fótbolti.net hafði samband við Davíð Snæ í dag og spurði hann út í áhuga Lecce. Voru þetta langar viðræður? Varstu svekktur með niðurstöðuna?

„Já, Lecce viðræðurnar voru mikið fram og til baka. Ég var vissulega mjög svekktur með að hafa ekki verið gefið þetta tækifæri þar sem það hefur verið draumur minn síðan ég var lítill að spila erlendis og hvað þá á Ítalíu," sagði Davíð í dag.

Ertu að horfa í kringum þig í haust langar þig að prófa eitthvað annað?

„Ég á eitt ár eftir af samningi hjá Keflavík. Mér finnst ég vera tilbúinn í að taka næsta skref á mínum ferli," sagði Davíð.

Mun fara með tíð og tíma
„Það er ekki nóg með að leikmenn séu að spila út úr stöðu, það eru líka leikmenn sem eru að spila þennan leik undir mjög erfiðum kringumstæðum sem við förum kannski ekki nánar út í hér - þeir taka það til sín sem eiga það. Þeir klára þennan leik með stæl og ná að fókusa á hann með þótt það sé ýmislegt sem gæti tekið frá manni fókusinn og þeir eiga hrós skilið fyrir það. Þeir taka það til sín sem eiga það," sagði Eysteinn Húni Hauksson, annar af þjálfurum Keflavíkur í sumar í viðtali eftir leik FH og Keflavíkur í ágúst. Ummælunum var beint að Davíð Snæ.

„Ég þekki Davíð bara mjög vel og hef þekkt hann síðan hann byrjaði að tala og ég skil hann voðalega vel, hann hefur bara rifið sig frábærlega upp úr þessu. Hann mun fara eitthvað með tíð og tíma, það eru alveg hreinar línur í mínum huga." sagði Eysteinn svo í viðtali þremur vikum síðar.

Útskýrir af hverju tilboðinu var ekki tekið
„Lecce bauð honum að koma á láni í eitt ár. Það voru afskaplega lágar fjárhæðir í boði, og meiðslastaðan hjá okkur leyfði ekki að hann gæti farið. Þetta var miklu lægra tilboð en íslenskir leikmenn hafa verið að fara á út. Okkur fannst ekki hægt að gera þetta. Fyrst og fremst vegna þess að við erum núna með tvo leikmenn á meistaraflokksaldri á bekknum hjá okkur. Það eru meiri hagsmunir að halda liðinu að halda liðinu í efstu deild, og eiga möguleika á bikar. Davíð er lykilmaður hjá okkur," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, hinn þjálfari Keflavíkur í september. Keflavík endaði í 10. sæti deildarinnar og gat fallið í lokaumferðinni.

Viðtal við Davíð frá því fyrir tímabilið:
„Tók stórt framfaraskref í þróun minni sem fótboltamaður"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner