Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 18. janúar 2023 09:55
Elvar Geir Magnússon
Fullkominn tímapunktur til að skora fyrsta markið fyrir uppeldisfélagið
Bristol City vann Swansea í framlengdum leik
Stund sem Sam Bell mun ekki gleyma.
Stund sem Sam Bell mun ekki gleyma.
Mynd: Getty Images
Sam Bell, tvítugur leikmaður Bristol City, mun aldrei gleyma gærkvöldinu. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir uppeldisfélagið og það var heldur betur dýrmætt, sigurmark gegn Swansea í framlengingu í FA-bikarnum.

„Það er varla hægt að ímynda sér betri kringumstæður fyrir fyrsta markið, sigurmark fyrir framan hólfið þar sem okkar stuðningsmenn voru. Þetta var algjörlega fullkomið," sagði Bell eftir leikinn.

Staðan að loknum 90 mínútum var 1-1. Mark Sykes hafði komið Bristol yfir en varamaðurinn Ollie Cooper jafnaði fyrir Swansea með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inn af bekknum.

Mark Bell á 112. mínútu tryggði Bristol City sinn annan sigur í röð en á undan því hafði liðið aðeins unnið einn af tólf leikjum. Það situr í 17. sæti Championship-deildarinnar.

„Þetta var glæsilegt mark, virkilega vel klárað. Þetta var stórkostleg leið til að vinna þennan leik," sagði Nigel Pearson, stjóri Bristol City, eftir leikinn. Bristol City mun mæta West Bromwich Albion á heimavelli í næstu umferð bikarsins.

Smelltu hér til að sjá önnur úrslit úr bikarnum í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner