Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. maí 2019 15:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður og Arnór léku í sigri - Theódór Elmar í umspilið
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theódór Elmar Bjarnason.
Theódór Elmar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu sem vann 1-0 sigur gegn Akhmat Grozny í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Eina mark leiksins skoraði Fedor Chalov úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.

Hörður lék allan leikinn fyrir CSKA en Arnór var tekinn af velli á 78. mínútu.

CSKA fer upp í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri þegar ein umferð er eftir. Þetta var annar leikurinn í næst síðstu umferðinni.

Theódór Elmar í umspilið
Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Gazisehir Gaziantep þegar liðið burstaði Kardemir Karabukspor í tyrknesku B-deildinni á þessum laugardegi.

Gazisehir komst yfir á áttundu mínútur en Karabukspor jafnaði á 11. mínútu úr vítaspyrnu. Staðan var ekki lengi jöfn því Elmar og félagar komust aftur yfir á 13. mínútu. Gazisehir bætti við þriðja marki fyrir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleiknum skoraði Gazisehir önnur þrjú mörk og átti Karabukspor engin svör.

Lokatölur 6-1 fyrir Gazisehir sem endar í fimmta sæti deildarinnar og fer því í umspil um að komast upp.

Kári Árnason var ekki í leikmannahópi Genclerbirligi sem tapaði 2-1 gegn Adana Demirspor.

Genclerbirligi er komið upp í deild þeirra bestu fyrir næstu leiktíð. Kári er væntanlega á leið til Víkings í Pepsi Max-deildinni í júlí.

Adam Örn meiddist í lokaleiknum
Í Póllandi var það að frétta að bakvörðurinn Adam Örn Arnarson fór meiddur af velli þegar lið hans Górnik Zabrze vann 3-0 sigur á Korona Kielce.

Adam fór meiddur af velli á 26. mínútu en öll mörk Górnik komu í seinni hálfleiknum. Fyrsta markið var skorað þegar tæplega 70 mínútur voru liðnar af leiknum.

Þetta var síðasti deildarleikur Górnik Zabrze á tímabilinu og endar liðið í þriðja sæti í fallriðlinum í úrslitakeppninni í Póllandi. Liðið verður því áfram í efstu deild á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner