Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 18. júní 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Luiz er hreinskilinn
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, var vonsvikinn með 3-0 tapið gegn Manchester City í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Arsenal átti í erfiðleikum með lið City alveg frá því Granit Xhaka og Pablo Mari þurfti að fara af velli vegna meiðsla en Luiz átti auðvitað töluvert stærri þátt í tapinu.

Luiz gerði slæm mistök í fyrsta markinu og gaf svo vítið sem Kevin De Bruyne skoraði úr. Luiz var rekinn af velli og það gerði í raun út um leikinn.

„Það fór allt til fjandans frá fyrstu mínútu. Öll þau mögulegu slys sem sem gátu átt sér stað urðu að veruleika," sagði Arteta.

Arteta ákvað að verja Luiz í leiðinni.

„Hann er mjög hreinskilinn og segir hlutina eins og þeir eru. Mín skoðun á David Luiz hefur ekki breyst. Hún mun ekki breytast bara af því hann átti slæman leik í gær," sagði Arteta í lokin.
Athugasemdir
banner
banner