Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 18. júní 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skita.is hjá Alex Davey - „Ég hefði bilast"
Alex Davey ræðir við dómarann.
Alex Davey ræðir við dómarann.
Mynd: Fótbolti.net
Árni Snær eftir atvikið.
Árni Snær eftir atvikið.
Mynd: Fótbolti.net
Alex Davey, varnarmaður ÍA, þótti vera ansi mikill klaufi þegar ÍA gerði 3-3 jafntefli við KR í Bestu deildinni í vikunni.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Davey skoraði í eigið mark í uppbótartímanum og jafnaði metin. Í leiðinni varð hann þess valdandi að Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, fékk stóran skurð í andlitið.

„Hvað er hann að brasa? Það er Alex Davey að kenna að Árni Snær er bólginn í auganu í dag. Hann hrindir Finni Tómasi einhvern veginn og hlustar ekki á Árna sem kemur gargandi út úr markinu. Hann stangar boltann í eigið mark og Finnur Tómas fer með hælinn í andlitið á Árna því hann var að hrinda honum. Mér finnst þetta bara Alex Davey skita.is sko,” sagði Baldvin Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis, um þetta atvik í Innkastinu.

„Hann færir KR punktinn og mínus tvö stig á ÍA.”

Enski varnarmaðurinn leit ekki sérlega vel út þarna. „Þú sérð það ef þú horfir á útsendinguna, Árni gargar.”

„Davey á líka bara að klára þennan bolta þó Árni kalli,” sagði Sverrir Mar Smárason.

Baldvin og Sverrir töluðu um að þetta hefði átt að vera vítaspyra ef boltinn hefði ekki farið inn, því Davey ýti Finni Tómasi í loftinu.

„Ég sem þjálfari horfandi upp á þennan varnarleik hjá mínum manni 3-2 yfir á Meistaravöllum og sjá hann brjóta af sér, meiða markvörðinn minn og skora sjálfsmark - ég hefði bilast,” sagði Baldvin.

Hægt er að sjá mörkin úr leiknum - sem var sýndur á Stöð 2 Sport hér að neðan.


Innkastið - Óli Jó rekinn og fyrsta tap Blika
Athugasemdir
banner
banner
banner