Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. janúar 2019 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sérfræðingar BBC um Salah: Þetta er sorglegt
Mynd: Getty Images
Liverpool hafði betur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á þessum fína laugardegi.

Liverpool var 1-0 undir í hálfleik en kom til baka í síðari hálfleik og vann þennan fjöruga leik.

Mohamed Salah var mikið gagnrýndur eftir fyrri hálfleikinn er hann reyndi að fiska vítaspyrnu. Sérfræðingar BBC gagnrýndu Salah harkalega.

„Þetta er smá snerting, en hann bíður í nokkrar sekúndur áður en hann fer niður í jörðina. Þetta er sorglegt og lélegt frá leikmanni með hæfileika eins og Salah," sagði Kevin Kilbane og tók Garth Crooks undir hans orð.

„Þetta er sorglegt. Af hverju segir Klopp honum ekki bara að spila leikinn? Þú ert að skemma orðspor þitt með þessu," sagði Crooks.

Smelltu hér til að sjá umrætt atvik.

Salah skoraði tvennu í seinni hálfleiknum en leikurinn endaði 4-3 fyrir Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner