Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 19. janúar 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
„Skýrt og augljóst“ að Man Utd átti að fá víti
McTominay fór niður eftir baráttu við Richards.
McTominay fór niður eftir baráttu við Richards.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Jamie Redknapp segir það „skýrt og augljóst“ að Manchester United hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Crystal Palace í gær.

Scott McTominay fór niður í baráttu við Chris Richards þegar United var 1-0 yfir í leiknum. Leikar enduðu 1-1 en Michael Olise skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.

„Þetta fannst mér vera vítaspyrna. McTominay nær til boltans og kemur honum frá Richards. Richards setur fótinn í McTominay en ég held að hann snerti ekki boltann. Ég skil ekki af hverju dómarinn fór ekki í VAR skjáinn til að skoða þetta," segir Glenn Murray, fyrrum sóknarmaður Brighton, sem var sérfræðingur Sky Sports yfir leiknum.

„Það er heldur ekki í eðli McTominay að láta sig detta, hann er ekki þannig leikmaður."

„Ég gæti ekki verið meira sammála Glenn," segir Redknapp en United hefði fengið kjörið tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir ef vítið hefði verið dæmt.

„Stundum er VAR að skoða hluti í fimm til tíu mínútur. Þetta er svo skýrt og augljóst, einnig svo gríðarlega stórt atvik. Ég tel að þetta hafi verið augljós mistök Robert Jones dómara. Chris Richards er heppinn að hafa sloppið með þetta."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner