Viðræður Ítalíumeistara Napoli við Bologna eru komnar langt á veg um svissneska landsliðsmanninn Dan N'Doye.
N'Doye var mikilvægur hlekkur í liði Bologna á síðustu leiktíð er liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Hann kom að 15 mörkum í 41 leik í öllum keppnum og skoraði meðal annars sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn AC Milan.
Napoli er að ganga frá viðræðum um N'Doye sem er við það að ná samkomulagi um kaup og kjör.
Þessi 24 ára gamli vængmaður kom til Bologna frá Basel fyrir tveimur árum og á 22 A-landsleiki fyrir Sviss.
Samkvæmt Fabrizio Romano er Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, einnig í myndinni hjá Napoli, en verðmiðinn og gríðarlega há laun leikmannsins standa í vegi fyrir skiptunum.
Athugasemdir