Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 17:30
Innkastið
KR og FH lélegustu útivallaliðin
FH hefur ekki unnið leik á gervigrasi.
FH hefur ekki unnið leik á gervigrasi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KR tapaði fyrir ÍA á Akranesi í gær og hefur enn ekki unnið útileik í Bestu deildinni á þessu tímabili.

KR og FH eru með slakasta útivallaárangur deildarinnar og hafa hvort um sig aðeins sótt þrjú stig að heiman.

Eini útisigur FH kom á Akranesi og hefur liðið því enn ekki unnið leik sem spilaður er á gervigrasi. Kaplakriki er helsta vígi FH og liðið er með fjórða besta heimavallaárangur í deildinni.

Tvö önnur lið hafa aðeins unnið einn útileik en það eru nýliðar Aftureldingar og svo Stjarnan úr Garðabæ.

Hér má sjá töfluna í deildinni þegar aðeins eru teknir útileikir:
Mynd: KSÍ

Og svo stöðuna í heild:

Innkastið - Fúlir KR-ingar keyra Hvalfjörðinn
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
8.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
11.    ÍA 15 5 0 10 16 - 32 -16 15
12.    KA 15 4 3 8 14 - 31 -17 15
Athugasemdir
banner