Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. júlí 2021 13:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hetjumark sem er lýsandi fyrir Kórdrengi og Davíð Ásbjörns
Lengjudeildin
Davíð í leik með Kórdrengjum í sumar.
Davíð í leik með Kórdrengjum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Ásbjörnsson skoraði sannkallað hetjumark þegar Kórdrengir lögðu Selfoss í Lengjudeildinni í síðustu viku.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  1 Kórdrengir

„Fyrstu 45 mínúturnar, guð minn almáttugur. Það var ekki hátt risið á fyrri hálfleik leiks Selfoss og Kórdrengja. Þetta var skömminni skárra í seinni hálfleik og eina markið skoruðu Kórdengir, Davíð Þór Ásbjörnsson," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net.

„Þetta mark er lýsandi fyrir Kórdrengi og Davíð Ásbjörns. Hann fórnaði nánast höfðinu til að koma boltanum í netið. Þetta var alvöru hetjumark."

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, fór fögrum orðum um Davíð í útvarpsþættinum.

„Davíð er einn af leiðtogum liðsins og ég gæti ekki verið meira sammála því að mér finnst þetta vera ástæðan fyrir því að árangurinn er eins og hann er; við erum með eitt viljugasta liðið í deildinni og það eru allir að róa í sömu átt," sagði Davíð Smári.

„Hann er algjört heljarmenni. Hann tapar líka svolítið á því. Hann getur ekki farið í tæklingu - þó hún sé fullkomlega lögleg - án þess að honum sé refsað. Það er svoleiðis. Menn forða sig frá því að lenda í návígi við hann."

Hægt er að sjá markið hér að neðan.


Boltavikan - Evrópa, Lengjudeildin og Davíð Smári á línunni
Athugasemdir
banner
banner
banner