Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 20. janúar 2019 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismótið: KA valtaði yfir Magna - Tvö jafntefli
Steinþór var með tvennu fyrir KA.
Steinþór var með tvennu fyrir KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Aron Kristófer Lárusson.
Aron Kristófer Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fóru fram í Kjarnafæðismótinu í Boganum á Akureyri í gær, laugardag

Völsungur og Þór mættust reyndar á Húsavík og endaði sá leikur með 2-2 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik var seinni hálfleikurinn mjög fjörugur.

Aron Kristófer Lárusson kom Þórsurum yfir, en nokkrum sekúndum síðar jafnaði Daníel Már Hreiðarsson fyrir Völsung. Húsvíkingar komust svo yfir þegar Bjarki Baldvinsson skoraði á 68. mínútu, en Þórsarar jöfnuðu aftur á 77. mínútu með marki Aðalgeirs Axelssonar.

Þar við sat og lokatölur því 2-2. Þór er með sjö stig, en Völsungur hefur eitt stig. Bæði lið hafa leikið þrjá leiki.

KA 2 og Leiknir F. gerðu líka 2-2 jafntefli í leik sem hafði verið markalaus eftir fyrri hálfleikinn.

Leiknismenn skoruðu fyrsta markið en lentu svo 2-1 undir. Unnar Ari Hansson jafnaði metin fyrir Leikni á 86. mínútu, 2-2 og þar við sat.

Bæði lið eru með eitt stig, Leiknir eftir þrjá leiki og KA 2 eftir fjóra spilaða leiki.

Í lokaleik dagsins í mótinu spiluðu tvö lið sem höfðu unnið alla leiki sína, KA og Magni.

Svo fór að KA burstaði Magna, eftir enn einn markalausa fyrri hálfleikinn. KA-menn skoruðu fjögur mörk snemma í seinni hálfleik og unnu að lokum 6-0 sigur.

Tvíburararnir úr Dalvík/Reyni hafa verið að æfa með KA en Þorri Mar skoraði fimmta mark KA í leiknum í gær.

KA er í mjög góðum málum þegar liðið á tvo leiki eftir. KA vann mótið í fyrra eftir harða baráttu við Þór, en KA og Þór mætast í byrjun febrúar.

Völsungur 2 - 2 Þór
0-1 Aron Kristófer Lárusson ('56)
1-1 Dagur Már Hreiðarsson ('57)
2-1 Bjarki Baldvinsson ('68)
2-2 Aðalgeir Axelsson ('77)
Skoðaðu skýrsluna á vef KSÍ.

KA 2 2 - 2 Leiknir F.
0-1 Hlynur Bjarnason ('65)
1-1 Kristján Már Guðmundsson ('70)
2-1 Sjálfsmark ('83)
2-2 Unnar Ari Hansson ('86)
Skoðaðu skýrsluna á vef KSÍ

KA 6 - 0 Magni
1-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson ('47)
2-0 Almarr Ormarsson ('53)
3-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('56)
4-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson ('58)
5-0 Þorri Mar Þórisson ('67)
6-0 Hrannar Björn Steingrímsson ('89)
Skoðaðu skýrsluna á vef KSÍ
Athugasemdir
banner
banner