Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. mars 2021 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Dagur: Var orðið helvíti þreytt að heyra alltaf það sama aftur og aftur
Eigum við ekki að taka spjallið eftir tímabilið og fara yfir þetta?
Eftir það 'meikaði' þetta fullkominn 'sens'.
Eftir það 'meikaði' þetta fullkominn 'sens'.
Mynd: Mjöndalen
Dagur var kynntur sem leikmaður Fylkis í gær
Dagur var kynntur sem leikmaður Fylkis í gær
Mynd: Fylkir
Þegar Ólafur Ingi talar þá hlustar maður
Þegar Ólafur Ingi talar þá hlustar maður
Mynd: Raggi Óla
Unnar Steinn Ingvarsson er mættur í Fylki frá Fram
Unnar Steinn Ingvarsson er mættur í Fylki frá Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson kom í Fylki frá Heerenveen síðasta haust.
Orri Hrafn Kjartansson kom í Fylki frá Heerenveen síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Ingi Stígsson þjálfa lið Fylkis.
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Ingi Stígsson þjálfa lið Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var orðið helvíti þreytt að heyra alltaf það sama aftur og aftur. Hann sýndi það aldrei að hann ætlaði að nota mig, sagði það samt alltaf."

Dagur Dan Þórhallsson er genginn í raðir Fylkis frá norska félaginu Mjöndalen. Fylkir er annað af uppeldisfélögum Dags og þekkir hann því vel til í Árbænum. Hann kom til Íslands snemma í vikunni og þá var ljóst að hann myndi ganga í raðir Fylkis. Í gær var opinberlega tilkynnt um skiptin og í dag fór hann í seinni skimun.

Í kjölfarið heyrði Fótbolti.net í honum hljóðið og spurði út í heimkomuna og tímann hjá Mjöndalen.

„Ef að niðurstaðan kemur í tæka tíð gæti ég kannski náð að vera í stúkunni," sagði Dagur þegar Fótbolti.net heyrði í honum. Fylkir mætir Stjörnunni klukkan 14:00 í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins.

Hvernig líst þér á að vera kominn í Fylki?

„Ég er bara virkilega ánægður með þetta. Ég æfði með liðinu í einn og hálfan mánuð áður en ég fór aftur út. Ég bjóst á þeim tíma við að ég færi aftur í Fylki þá en það dróst aðeins. Ég er mjög ánægður með að þetta er gengið í gegn.“

Var eitthvað hik á Mjöndalen að leyfa þér að fara?

„Já, þeir vildu ekki losa mig. Ég kom út núna eftir áramót með það hugarfar að kýla á þetta en ég hef ekki spilað 90 mínútna fótboltaleik með félaginu í eitt og hálft ár. Mér fannst þetta komið gott og ég þurfti að fá að spila.“

„Mér fannst Fylkir vera flottur staður til að fara á, með geggjaða þjálfara og unga leikmenn. Ég var mjög spenntur fyrir því.“


Voru önnur íslensk félög á eftir þér?

„Ekki sem ég veit af, voru voðalega fáir sem vissu af þessu held ég. Ég heyrði ekkert frá öðrum alla vega.“

Skoðaðiru möguleikann að vera áfram erlendis hjá öðru félagi?

„Það kom tímabil eftir einn og hálfan mánuð, eftir að ég kom út eftir áramót með því hugarfari að kýla bara á annað tímabil hjá Mjöndalen, þar sem ég sá að hlutirnir voru óbreyttir. Þá talaði ég við menn hjá félaginu og sagði þeim að ég vildi komast í burtu."

„Ég var þá langspenntastur fyrir því að fara í Fylki því það var mjög gaman þegar ég æfði með liðinu á síðasta ári. Mig langaði í þá tilfinningu aftur. Ef það hefði komið eitthvað spennandi tilboð frá félagi erlendis þá hefði ég alltaf skoðað það en Fylkir var alltaf númer eitt tvö og þrjú.“


Hvað er það við Fylki sem heillar þig?

„Það hvernig stefna félagsins hefur verið undanfarin ár, notað mikið af ungum leikmönnum og félagið búið að selja t.d. Ara og Valda. Unnar Steinn [Ingvarsson] var keyptur og Orri [Hrafn Kjartansson] kominn heim, það eru flottir leikmenn hjá félaginu og þetta er flottur hópur. Ég hafði mikinn áhuga að vera hluti af því að gera vonandi eitthvað gott í sumar."

Hvar helduru að þú spilir á vellinum í sumar?

„Ég myndi halda á vinstri kantinum eða framarlega á miðju, get líka leyst það að vera djúpur á miðju. Vinstri kantur er mín besta staða að mínu mati, ég var samt aldrei þar áður en ég fór til Mjöndalen.“

Hvað var það sem heillaði við fótboltann sem Fykir spilar?

„Ef ég ber þetta saman við Mjöndalen þá var Mjöndalen aldrei með boltann og það var mikið 'kick and run'. Þegar ég æfði með Fylki þá sá ég að það var verið að reyna spila boltanum og skemmtilegar útfærslur á því hvernig reynt var að spila. Eitthvað sem ég hafði ekki séð áður. Ólafur Ingi [Skúlason] og Óli Stígs voru þarna og nú er Óli Ingi farinn í U19. Hann var einn af þeim sem talaði mig í því að koma þannig séð, hann er frábær gæi og ég þekki margar í kringum félagið.“

Hvernig var þetta samtal við Ólaf Inga?

„Hann ræddi við mig og við ræddum stöðuna nokkrum sinnum. Hann er og var fyrir það fyrsta frábær leikmaður og með nærveru sem fáir einstaklingar hafa. Ef hann segir eitthvað þá hlustar maður. Við ræddum hvernig ég ætti að nálgast ákveðna hluti og svo ræddi ég við félagið. Eftir það 'meikaði' þetta fullkominn 'sens'."

Fram hefur komið að Dagur reyndi að fara að láni frá Mjöndalen en það fékkst ekki í gegn á síðasta ári. Hvernig voru þessi samtöl við menn hjá félaginu?

„Þegar ég kom 2019 þá var talað um að leikmenn væru ekki keyptir nema það ætti að nota þá í Eliteserien. Ég var klár í það, skrifaði undir og ég bætti mig hægt og rólega á því ári. Ég og þeir sáu að ég væri ekki kominn á þann stað að ég væri að fara spila í efstu deild og þá fannst mér flott að fara á lán og menn hjá félaginu voru sammála því."

„Svo kem ég til baka inn í undirbúningstímabilið í fyrra og er orðinn bæði sterkari og fljótari, heilt yfir töluvert betri leikmaður. Ég átti mjög fínt undirbúningstímabil, skoraði í tveimur leikjum og var að leggja upp nokkur mörk. Ég sagði svo við þjálfarann fyrir tímabilið að ef hann sæi mig ekki í einhverju hlutverki í fyrstu leikjunum þá vildi ég fara á lán.“


„Því var neitað og mér sagt að ég væri að fara spila. Svo byrjar tímabilið og ég er ekki í hóp í fyrstu þrem eða fjórum leikjunum. Þjálfarinn var með mjög mikið af skrítnum skilaboðum, segir mér að hann ætli að spila mér og að ég sé frábær en svo gerði hann það aldrei. Það var orðið helvíti þreytt að heyra alltaf það sama aftur og aftur. Hann sýndi það aldrei að hann ætlaði að nota mig, sagði það samt alltaf.“

Hvernig skiluru við félagið?

„Það var smá vesen því ég vildi fara og þeir vildu ekki losa mig. Þegar ég útskýrði að ég vildi fara þá var fundin lausn sem var bara frábært. Við skildum ekkert í illu, mig langaði bara að komast í burtu og þetta var það sem ég þurfti.“

Horfiru á Fylki sem einhvern stökkpall, ef þú átt gott tímabil núna að fara aftur út?

„Algjörlega, núna er einbeitingin samt á að standa mig vel á tímabilinu, skora nokkur mörk og leggja upp fyrir liðið. Ég hugsa kannski frekar eftir tímabilið 2022. Vera þá kominn með kannski um fjörutíu leiki, kominn með nokkur mörk og búinn að sýna stöðugleika innan sem utan vallar. Ég er búinn að vera á miklu flakki í svolítinn tíma.“

Þú sagðir við mig fyrir fyrir hálfu ári síðan; Haukar 51% og Fylkir 49% í því hvort þú værir meiri Haukari eða Fylkismaður. Er staðan eins í dag?

„Haha, nokkrir félagar mínir hafa spurt mig að þessu. Eigum við ekki að taka spjallið eftir tímabilið og fara yfir þetta?“

Einhver lokaorð?
„Þetta verður spennandi tímabil, ég er virkilega spenntur og vonandi náum við að gera eitthvað. Það yrði frábært,“ sagði Dagur sem er ánægður með að vera kominn í Árbæinn.

Nánar var rætt við Dag og birtast tvær greinar síðar í dag.
Athugasemdir
banner
banner