Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. mars 2021 12:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úr Mín Skoðun
Tóti Dan um Dag: Góð lending, búið að vera ansi þungt
Dagur Dan lék með Keflavík sumarið 2018.
Dagur Dan lék með Keflavík sumarið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Tóti Dan
Tóti Dan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson er á leið í Fylki. Frá því var greint hér á Fótbolti.net í gær.

Þórhallur Dan Jóhannsson spjallaði við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun í dag. Tóti, eins og Þórhallur er yfirleitt kallaður, er fyrrum leikmaður Fylkis, Hauka og Vejle, svo einhver félög séu nefnd, og lék þá á sínum tíma tvo A-landsleiki.

Dagur Dan er sonur Tóta og er hann að ganga í raðir Fylkis frá norska félaginu Mjöndalen. Tóti tjáði sig um komu Dags til Fylkis.

„Já, hann er kominn í Fylki. Þetta var góð lending, búið að vera ansi þungt. Hann er í suddalegu standi, búinn að bæta sig mikið líkamlega og er orðinn sterkari og fljótari. Það góða við hann, eins og hann sagði sjálfur í einhverju viðtali, er að hann getur spilað nokkrar stöður, alls staðar inn á miðsvæðinu og úti á vængjunum. Hann er afskaplega klókur fótboltamaður," sagði Tóti.

„Hann hefur ekki spilað eins marga leiki og við vildum. Svona er fótboltinn, hann var ekki mikið notaður og þegar hann bað hann um að fara á lán, sem gerðist nokkrum sinnum, þá var það ekki hægt því það átti að fara nota hann. Hann var líka stundum tekinn snemma út af í varaliðsleikjum því hann átti að byrja með aðalliðinu tveimur dögum seinna en svo varð ekkert úr því."

„Ég horfði á nokkra leiki með liðinu, Mjöndalen er lið sem er minnst með boltann, fæstu skotin og neðstir allsstaðar í tölfræði. Í fyrra valdi þjálfarinn sama liðið í átta leikjum án þess að fá stig. Árið áður spilaði hann ellefu leiki með sama lið án þess að fá stig, rúllaði bara mönnum. Fótboltinn sem þeir spila er ekki beint þessi Bodö/Glimt þar sem haldið er í boltann og pressað hátt, meira svona 'old school' fótbolti."


Mjöndalen hélt sæti sínu í efstu deild eftir umspil

„Ég held að þetta hafi verið besta lendingin fyrir hann, til að fá að spila fótbolta, þetta snýst um það. Vonandi kemur það í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun, ég held að þetta sé rétt ákvörðun. Þetta snýst bara um það að honum líði vel, spili fótbolta sem honum finnst gaman að gera og er góður í. Um það snýst málið," sagði Tóti.

Dagur kom til Íslands í gær og er í sóttkví þar til á laugardaginn.

Í viðtalinu sem Tóti vitnar í var Dagur spurður út í það hvort hann væri meiri Haukari eða Fylkismaður.

„Þessi er virkilega erfið! Var í Fylki í tíu ár, frá því að ég var þriggja ára og þar til ég varð þrettán ára. Svo fékk ég mína fyrstu meistaraflokksleiki hja Haukum."

„Eins og staðan er (í ágúst í fyrra) þá myndi ég segja að ég væri aðeins meiri Haukari, vegna þess að ég fékk smjörþefinn af meistaraflokki í fyrsta skiptið hjá Haukum og það hjálpaði mér að komast til Gent. Svo þetta er svona sirka 51%-49%!"


Viðtalið við Dag:
Dagur lenti á veggjum í Belgíu en spilar nú í Eliteserien - „Alltaf betri en pabbi"
Athugasemdir
banner
banner
banner