Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 21. janúar 2019 14:12
Magnús Már Einarsson
Matti Villa til Valerenga (Staðfest)
Farinn til Valerenga.
Farinn til Valerenga.
Mynd: Getty Images
Valerenga hefur náð samkomulagi við Rosenborg um kaup á Matthíasi Vilhjálmssyni. Hinn 31 árs gamli Matthías skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning hjá Valerenga.

Matth­ías kom til Rosen­borg frá Start sum­arið 2015 og á fjóra norska meistaratitla á ferilskrá sinni. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli og á síðustu leiktíð kom hann aðeins við sögu í sjö deildarleikjum. Samkeppnin er hörð hjá Rosenborg og Íslendingurinn var kominn neðar í goggunarröðinni.

„Frá fyrstu stundu hef ég átt í einstöku sambandi við stuðningsmennina. Ég veit ekki af hverju en kannski er það af því að ég legg hart að mér. Ég vil segja þúsund þakkir til allra. Ég hef eignast marga góða vini í félaginu og í Þrándheimi," sagði Matti á heimasíðu Rosenborg í dag.

„Núna hef ég fengið möguleika á að ganga í raðir Valerenga og það heillar mig. Ég ætla að flytja til höfuðborgarinnar og hjálpa Valerenga sem er stórt félag í Noregi."

Valerenga hafnaði í sjötta sæti norsku deildarinnar í fyrra en fyrir hjá félaginu er landsliðsmaðurinn Samúel Kári Friðjónsson. Samúel gæti þó verið á förum eins og hann sagði við Fótbolta.net í síðustu viku.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner