Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
   mán 14. janúar 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Samúel Kári spilaði lítið eftir HM - Gæti verið á förum
Icelandair
Samúel Kári í leiknum gegn Svíum.
Samúel Kári í leiknum gegn Svíum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Möguleiki er á að Samúel Kári Friðjónsson yfirgefi Valerenga á næstunni og rói á önnur mið.

„Það gæti verið en ég get ekki sagt meira að svo stöddu," sagði Samúel Kári við Fótbolta.net í Katar í dag.

Samúel Kári var í HM hópi Íslands síðastliðið sumar en eftir að hann kom aftur til Valerenga eftir mótið í Rússlandi fékk hann fá tækifæri. Samúel spilaði einungis fimm leiki með Valerenga eftir HM eftir að hafa verið í lykilhlutverki fram að því.

„Það var ákveðið sem kom upp á í sumar," sagði Samúel sem vildi ekki gefa meira upp um það af hverju hann datt úr myndinni hjá Valerenga á síðasta tímabili.

Hinn 22 ára gamli Samúel er uppalinn hjá Keflavík en hann lék með Reading áður en hann fór til Valerenga sumarið 2016. Hann spilaði allan leikinn í 2-2 jafntefli gegn Svíþjóð á föstudag og er spenntur fyrir leiknum gegn Eistlandi á morgun.

„Eistararnir eru sterkir. Þeir tóku Finna, en það er bara tilhlökkun fyrir þann leik," sagði Samúel.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner