Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 21. apríl 2020 21:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hollendingar funda með UEFA - Ætla að aflýsa
Mynd: Getty Images
„Þessi skilaboð yfirvalda um að ekki megi halda íþróttaviðburði fyrr en 1. september gefur okkur skýrari sín á stöðuna. Þangað til mun enginn fótbolti verða spilaður, jafnvel fyrir luktum dyrum," segir í tilkynningu hollenska knattspyrnusambandsins í kvöld.

Þetta kemur í kjölfarið á tilkynningu yfirvalda að bann á íþróttaviðburðum hafi verið framlengt. Upphaflega var miðað við 1. júní en ný dagsetning er 1. september.

Eredivisie, efsta deildin í Hollandi, hefur nú tilkynnt að vilji sé fyrir að tímabilinu sé nú lokið en það eigi eftir að funda með UEFA.

„Við ætlum að funda með UEFA. Á föstudag munu svo félögin ræða málin og fara yfir stöðuna. Stefnan er að mótinu sé nú lokið."

„Við höfum ekki aflýst mótinu endanlega nú þegar vegna fjárhagsvandræða vegna heimsfaraldsins."


Sjá einnig:
UEFA gefur grænt ljós á aflýsingu í 'sérstökum tilvikum'
Allt bendir til þess að tímabilinu í Hollandi verði aflýst
Athugasemdir
banner
banner