Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. júní 2020 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar um ævintýri Árborgar: Ansi geggjað hjá Vestur-Íslendingnum
Eiki á leik með Maccabi Tel Aviv árið 2017. Viðar Örn var leikmaður Maccabi á þeim tíma.
Eiki á leik með Maccabi Tel Aviv árið 2017. Viðar Örn var leikmaður Maccabi á þeim tíma.
Mynd: Úr einkasafni
Eiríkur í leik með Árborg árið 2015.
Eiríkur í leik með Árborg árið 2015.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Árborg er komið alla leið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins og mætir þar Aftureldingu á útivelli. Eiríkur Raphael Elvy er þjálfari Árborgar og eru hann og landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson góðir félagar.

Fótbolti.net var með Selfyssinginn Viðar á línunni og spurði hann aðeins út í gengi Árborgar.

Árborg, sem leikur í 4. deild, hefur slegið út 3. deildarlið Augnabliks og 2. deildarlið Njarðvíkur í fyrstu tveimur umferðunum. Nær Viðar að fylgjast með bikarævintýrinu frá Tyrklandi?

„Já, ég hef voða lítið annað að gera þessa dagana. Ég náði ekki að horfa á leikina en fylgdist samt vel með. Þetta er rosalegur árangur sem liðið hefur náð nú þegar," sagði Viðar.

„Að ná að slá út tvö góð lið. Topplið í 2. deild og lið sem líklega verður við toppinn í 3. deild. Þetta er ótrúlegt og sýnir hversu taktískur minn maður er. Hann hefur skoðað hin liðin vel og hefur komið sínum mönnum í hörkuform. Ansi geggjað hjá Vestur-Íslendingnum."

Telur Viðar að Árborg eigi möguleika gegn Aftureldingu?

„Sko, þeir ættu ekki að eiga breik en bikar er bikar. Með ákveðinni heppni og ef allt gengur upp þá er séns. Liðið hefði getað fengið aðeins léttari leik en ef hann slær Aftureldingu út þá fær Eiki stærra starf strax í sumar. Vonandi nær þetta ævintýri að halda áfram en þeir geta verið sáttir við það sem náðst hefur nú þegar."

Á Árborg möguleika að fara upp úr 4. deildinni?

„Ég verð bara reiður ef þeir fara ekki upp úr 4. deildinni. Þeir eru að vísu í erfiðum riðli, segir sagan, en ég meina að allt sem er ekki úrslitakeppni eru vonbrigði, ef það næst ekki promtion þá eru það vonbrigði, ég verð að setja smá pressu á minn mann," sagði Viðar að lokum.

Leikur Aftureldingar og Árborg fer fram á Fagverksvellinum við Varmá á morgun klukkan 19:15.

Sjá einnig:
Viðar Örn: Getum loksins farið að brosa á ný
Athugasemdir
banner
banner