Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. október 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Miroslav Babic í Ægi (Staðfest)
Stefan Dabetic framlengir
Miroslav Babic, Guðbjartur Örn Einarsson formaður Ægis og Stefan Dabetic.
Miroslav Babic, Guðbjartur Örn Einarsson formaður Ægis og Stefan Dabetic.
Mynd: Ægir
Ægir úr Þorlákshöfn hefur fengið miðjumanninn Miroslav Babic í sínar raðir frá Þrótti Vogum.

Babic er 25 ára gamall Serbi en hann spilaði með Hetti í 2. deildinni í fyrra og með Þrótti Vogum í ár. Hann þekkir Nenad Zivanovic, þjálfara Ægis, en Nenad þjálfaði Hött árið 2018.

Ægir vann 4. deildina í sumar en liðið hefur einnig framlengt samning sinn við Stefan Dabetic. Stefan er varnarmaður en hann var valinn besti leikmaður Ægis í sumar.

„Stefnan er svo að fá sem flesta af okkar leikmönnum til að halda áfram og byggja ofan á þann árangur sem hefur náðst...og vonandi bætast einhver ný andlit við sem styrkja hópinn enn frekar fyrir næsta tímabil. Við skýrum frá því þegar það gerist. Áfram Ægir," segir á Facebook síðu Ægis.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner