Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 23. apríl 2021 21:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta: Búinn að skoða þetta 20 sinum og skil þetta ekki enn
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var virkilega svekktur eftir tap gegn Everton á heimavelli í kvöld.

Arsenal var heilt yfir aðeins sterkari aðilinn í leiknum en skelfileg mistök Bernd Leno urðu til þess að Everton tók stigin þrjú heim til Liverpool.

„Við vorum sterkari aðilinn, stjórnuðum leiknum og bjuggum til tækifæri. Við áttum að fá vítaspyrnu sem var af einhverri ástæðu tekin til baka og svo skorum við sjálfsmark," sagði Arteta eftir leikinn.

„Þetta var augljós vítaspyrna. Ég veit ekki hver er að taka þessar ákvarðanir, við sjáum ekki andlit þeirra og þeir geta ekki útskýrt."

„Ég er búinn að skoða þetta 20 sinnum og ég skil þetta ekki enn," sagði Arteta en vítaspyrnunni var snúið við það sem það var metið þannig að Nicolas Pepe hefði verið rangstæður. Afskaplega tæpt allt saman.

Arsenal er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Heimavallarárangur okkar á tímabilinu er ömurlegur, óásættanlegur," sagði Arteta sem vildi ekki gagnrýna markvörð sinn í viðtali við Sky Sports. „Þetta er sjálfsmark og við verðum að gera betur."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner