Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. maí 2021 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nuno: Mjög sérstakt og tilfinningaþrungið
Mynd: Getty Images
„Ég lofaði því að vera sterkur en þetta var mjög sérstakt og tilfinningaþrungið," sagði Nuno Espirito Santo eftir síðasta leik sinn sem þjálfari Wolves á Englandi.

Eftir fjögur ár sem stjóri Wolves lætur Nuno af störfum eftir núna. Í tilkynningu var sagt að um sameiginlega ákvörðun væri að ræða.

Nuno vann gott starf hjá Wolves og vegferð liðsins undir hans stjórn hefur verið afskaplega góð. Á þessu tímabili hafnaði Wolves í 13. sæti en liðið tapaði fyrir Manchester United, 1-2, í dag.

„Ég mun sakna þess að vera hérna."

Stuðningsmennirnir fengu að kveðja Nuno á vellinum. „Það var sérstakt. Hvað geri ég núna? Ég hvíli mig. Ég mun fara í frí og svo sjáum við til."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner