Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. júní 2022 15:37
Elvar Geir Magnússon
Lítil enskukunnátta hindrar Zidane í að starfa á Englandi
Zinedina Zidane.
Zinedina Zidane.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane var orðaður við Manchester United þegar Ole Gunnar Solskjær var rekinn. Í viðtali við L’Equipe segir hann að tungumálaörðugleikar hindri sig í að taka starf á Englandi.

Zidane hefur verið orðaður við Paris Saint-Germain og þá eru sögusagnir um að hann taki við franska landsliðinu eftir HM í lok ársins.

Hann hefur verið án starfs síðan hann hætti í annað sinn sem stjóri Real Madrid sumarið 2021.

„Þegar ég var leikmaður gat ég valið nánast öll félög sem ég vildi. Sem þjálfari þá eru ekki 50 félög sem ég get farið til. Það eru kannski tveir eða þrír valmöguleikar," segir Zidane.

„Ef ég tek aftur við liði þá verður það til að vinna titla. Þess vegna get ég ekki farið hvert sem er. Tungumálin eru hindranir líka. Þau gera ýmislegt erfiðara. Fólk hefur spurt mig hvort ég vilji fara til Manchester, ég skil ensku en tala hana ekki vel sjálfur."

„Ég veit að það eru þjálfarara sem taka við liðum án þess að tala tungumálið en ég vinn öðruvísi. Til að geta unnið þá koma ýmsir þættir við sögu."

Zidane segist vilja taka við franska landsliðinu einn daginn.

„Það er ekki í mínum höndum hvenær það verður. Ég vil klára hringinn með franska landsliðinu. Ég er alltaf með franska landsliðið í huganum. Franska landsliðið er í mínum það fallegasta sem til er," segir Zidane.
Athugasemdir
banner
banner
banner