Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. júlí 2020 10:40
Elvar Geir Magnússon
„Man Utd verður aldrei meistari með þessa vörn"
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United.
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Jonathan Liew, íþróttafréttamaður Guardian, segir að Manchester United geti gleymt því að hugsa um að gera atlögu að Englandsmeistaratitlinum með núverandi vörn.

Liew var síður en svo hrifinn af varnarleik United í jafnteflinu gegn West Ham í gær.

„Hið takmarkaða lið West Ham lét reyna á United aftur og aftur og opinberaði veikleikana," segir Liew.

„United getur ekki stöðvað fyrirgjafir og getur ekki varist þeim. Aðvörunarljósin loguðu frá upphafi leiks."

Liew segir að United þurfi að taka upp veskið og styrkja varnarleik sinn í sumarglugganum, sama hvort liðið komist í Meistaradeildina eða ekki.

Hér má lesa pistil hans sem Guardian birti í morgun.
Athugasemdir
banner
banner