Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: West Ham fékk dauðafæri til að klára Chelsea
Fyrstu stigin sem Chelsea tapar
Yarmolenko átti skalla úr dauðafæri. Boltinn fór fram hjá markinu.
Yarmolenko átti skalla úr dauðafæri. Boltinn fór fram hjá markinu.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
West Ham 0 - 0 Chelsea

Niðurstaðan var markalaust jafntefli í fyrri leik ensku úrvalsdeildarinnar þennan sunnudaginn.

West Ham fékk Chelsea í heimsókn á Ólympíuleikvanginn í Lundúnum. Lundúnaslagur.

Chelsea var heilt yfir sterkari aðilinn og meira með boltann en það var West Ham sem fékk besta færi leiksins. Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko fékk opið skallafæri eftir frábæra sendingu frá Robert Snodgrass. Skallinn hjá Yarmolenko var hins vegar mjög slakur og fór fram hjá markinu.

Smelltu hér til að sjá færið.


Markalaust jafntefli lokaniðurstaðan í þessum leik, eins og áður segir. Eitt stig á bæði lið.

Hvað þýða þessi úrslit?
Liverpool er eina liðið sem hefur ekki enn tapað stigi í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er í þriðja sæti með jafnmörg stig og Manchester City en West Ham er með fjögur stig í 17. sæti.

Klukkan 15:00 hefst leikur Arsenal og Everton. Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner