Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 24. mars 2021 18:54
Aksentije Milisic
Undankeppni HM: Þrenna Yilmaz afgreiddi Holland
Tyrkir fagna í dag.
Tyrkir fagna í dag.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Turkey 4 - 2 Netherlands
1-0 Burak Yilmaz ('15 )
2-0 Burak Yilmaz ('34 , víti)
3-0 Hakan Calhanoglu ('46 )
3-1 Davy Klaassen ('75 )
3-2 Luuk de Jong ('76 )
4-2 Burak Yilmaz ('81 )

Undankeppni fyrir HM 2022 hófst í dag klukkan 17 með leik Tyrklands og Hollands í G-riðli.

Leikurinn var mjög fjörugur og vantaði alls ekki mörkin í þessum fyrsta leik. Burak Yilmaz, framherji Tyrklands, var sjóðandi heitur en hann kom heimamönnum yfir á 15. mínútu. Skot hans fór í Matthijs de Ligt og þaðan í netið.

Yilmaz var aftur á ferðinni á 34. mínútu en þá skoraði hann af vítapunktinum og staðan því 2-0 í hálfleik.

Tyrkirnir voru ekki hættir. Á fyrstu mínútu síðari hálfleiks skoraði Hakan Calhanoglu með laglegu skoti og staðan því orðin mjög vænleg fyrir Tyrkland.

Hollendingar gáfust hins vegar ekki upp og minnkaði varamaðurinn Davy Klaassen muninn með flottu marki. Hann fékk sendingu inn í teiginn sem hann tók frábærlega á móti og kláraði vel.

Einungis mínútu síðar skoraði annar varamaður, Luuk de Jong. Eftir fyrirgjöf frá hægri fór boltinn í de Jong og lak í netið og því Holland skyndilega komið inn í leikinn á ný.

Tæpum tíu mínútum fyrir leikslok gerði hins vegar hinn ólseigi Burak Yilmaz út um leikinn. Hann skoraði þá mark beint úr aukaspyrnu en hann lagði boltann smekklega í markmannshornið.

Holland fékk vítaspyrnu á lokaandartökum leiksins en brotið var á de Ligt. Ugurcan Cakir varði hins vegar spyrnuna frá Memphis Depay.

Góð byrjun hjá Tyrkjum en í riðli með þessum tveimur þjóðum eru Gíbraltar, Lettland, Montenegro og Noregur.
Athugasemdir
banner
banner