Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. maí 2021 18:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samúel með stórleik og Viðar Ari skoraði - Hvorugur í landsliðshóp
Samúel er ekki í landsliðshópnum.
Samúel er ekki í landsliðshópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson átti sannkallaðan stórleik í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Samúel Kári skoraði eitt og lagði upp tvö mörk þegar Viking vann 1-3 útisigur á Lilleström. Hann lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleiknum og innsiglaði sigurinn þegar hann skoraði sjálfur á 83. mínútu leiksins.

Frábær leikur hjá hinum 25 ára gamla Samúel sem er ekki í íslenska landsliðshópnum fyrir vináttulandsleiki í næsta mánuði. Ekki er vitað hvort Viking hafi bannað honum að fara í verkefnið en það kemur væntanlega í ljós á blaðamannafundi landsliðsins í vikunni.

Viking er í fjórða sæti deildarinnar eins og er með sex stig eftir fjóra leiki.

Viðar Ari Jónsson var þá á skotskónum í 1-3 útisigri Sandefjord á Tromsö. Viðar kom Sandefjord í 0-2 undir lok fyrri hálfleiks en hann og liðsfélagar hans sigldu sigrinum svo heim í seinni hálfleik.

Viðar Ari er ekki í landsliðshópnum, rétt eins og Samúel Kári.

Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt halda áfram þar sem frá var horfið á síðustu leiktíð. Bodö/Glimt vann 1-2 sigur á Brann í dag þar sem Alfons kom inn af bekknum í hálfleik. Alfons er í landsliðshópnum. Bodö/Glimt er á toppnum með tíu stig.

Það var Íslendingaslagur í Kristiansund þar sem Brynjólfur Andersen Willumsson var í sigurliði gegn Stromsgödset, leikurinn endaði 1-0. Brynjólfur byrjaði og spilaði 75 mínútur. Valdimar Þór Ingimundarson byrjaði hjá Stromsgödset og spilaði rúman klukkutíma. Ari Leifsson, liðsfélagi Valdimars, var ónotaður varamaður.

Þá spilaði Viðar Örn Kjartansson 84 mínútur í jafntefli Vålerenga gegn Mjondalen. Kristiansund er í fimmta sæti, Vålerenga er í sjötta sæti og Stromsgödset í níunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner