Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. september 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Souness: Milner framyfir Pogba alla daga vikunnar
Mynd: Getty Images
Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og stjóri Liverpool, myndi frekar vilja hafa James Milner í sínu liði heldur en Paul Pogba.

„Svarið er auðvelt, þetta er ekki einu sinni spurning. Ég myndi velja Milner framyfir Pogba alla daga vikunnar. Milner er alvöru leikmaður," skrifaði Souness í pistli fyrir Paddy Power.

„Ég myndi frekar vilja spila á móti Pogba, ég vil ekki spila gegn Milner. Hjá Pogba snýst þetta allt um hann og hans leik, hann er ekki að fara að stöðva mig, hann leyfir andstæðingnum að spila.

„Pogba er góður á boltanum en hann er ekki nógu góður án hans. Stór partur af því að vera hágæða leikmaður felst í því að stöðva andstæðinginn.

„Hann á góða leiki inn á milli. Ég skil vel að Mourinho sé pirraður því Pogba er ótrúlega hæfileikaríkur en er ekki að fullnýta hæfileikana.

„Ég held að Pogba þurfi að breyta hugarfarinu sínu. Hann þarf að setjast niður og líta inn á við ef hann vill verða einn af bestu leikmönnum heims."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner