Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   þri 25. maí 2021 22:28
Magnús Þór Jónsson
Davíð: Við áttum ekkert skilið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar fóru ekki ferð til fjár upp í Breiðholt í kvöld, að lokum fór svo að þeir töpuðu 1-2 fyrir heimamönnum í Leikni. Davíð Þór annar þjálfara FH var lítt sáttur í leikslok:

„Við áttum bara eftir 90 mínútur ekki skilið að fara með neitt héðan."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 FH

FH hóf leikinn vel en um leið og Leiknir jafna dettur botninn eilítið úr leik Hafnfirðinga.

„Það var margt gott í fyrri hálfleik og sérstaklega í byrjuninni. Farandi inn í hálfleikinn í stöðunni 1-1 og vita af því að vera með vindinn í bakið var maður bara nokkuð jákvæður. Við bara náðum okkur alls ekki á strik í seinni, við sem lið erum bara ekki í balance frá byrjun seinni. Vinnum enga seinni bolta og missum hann á hættulegum stöðum."

Eftir fína byrjun í fyrstu fjórum leikjum mótsins hefur FH nú tapað tveimur í röð. Það hlýtur að vera súrt.

„Við erum FH, við förum inn í hvern einasta leik til að vinna hann, það hefur verið lenskan hjá okkur að þegar við töpum leik þá komum við sterkir til næsta leiks, það tókst ekki í kvöld en við verðum bara að vera tilbúnir næst, hvenær sem sá leikur verður."

Er Davíð eitthvað að sækja í færeyska ættlegginn til að hafa áhrif á hvort að landsleikurinn fyrirhugaði fari fram, kannski bara fínt að fá æfingahlé núna?

„Neinei, ég hef ekkert hringt í ættingjana, við verðum bara að sjá hvað gerist. Ég veit það ef að við eigum leik á sunnudaginn þá komum við klárir, við þurfum að snúa þessu við."

Nánar er rætt við Davíð í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner