Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. júní 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea ætlar að bjóða Werner í skiptum fyrir De Ligt
Timo Werner gæti verið á leið til Juventus og myndi þá væntanlega mæta Romelu Lukaku sem er á leið til Inter
Timo Werner gæti verið á leið til Juventus og myndi þá væntanlega mæta Romelu Lukaku sem er á leið til Inter
Mynd: EPA
Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt gæti verið á förum frá Juventus í sumar en Corriere dello Sport segir frá því að hann hafi farið fram á sölu eftir hitafund við stjórn ítalska félagsins. De Ligt er á óskalista Chelsea.

Sjá einnig:
De Ligt vill yfirgefa Juventus eftir hitafund - Orðaður við ensk stórlið

De Ligt kom til Juventus frá Ajax árið 2019 en hann er reglulega orðaður við önnur stórlið í Evrópu.

Nú gæti farið svo að hann yfirgefi félagið í sumar og er enska félagið Chelsea þegar búið að hefja viðræður við Juventus.

Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio segir að Chelsea sé að undirbúa 45 milljón evra tilboð í leikmanninn og þá myndi þýski framherjinn Timo Werner fara í hina áttina í skiptum.

Werner er sagður opinn fyrir því að ganga í raðir Juventus en honum hefur ekki tekist að ná sér á strik á Englandi frá því hann kom frá Leipzig fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner