banner
   fös 24. júní 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
De Ligt vill yfirgefa Juventus eftir hitafund - Orðaður við ensk stórlið
De Ligt á æfingu með Juventus.
De Ligt á æfingu með Juventus.
Mynd: EPA
Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt vill yfirgefa Juventus eftir að upp úr sauð á hitafundi með félaginu þar sem rætt var um nýjan samning.

De Ligt kom til Juventus 2019 en samkvæmt fréttum hefur hann tilkynnt félaginu að hann vilji fara. Talið er víst að þetta setji Chelsea og Manchester United upp á tærnar.

Mörg stór félög hafa sýnt De Ligt áhuga í gegnum árin og ljóst að margir fylgjast grannt með stöðu mála.

Núgildandi samningur De Ligt, sem er 22 ára, rennur út 2024 og Juve vill framlengja til 2026.

Corriere dello Sport greinir frá því að De Ligt og umboðsmaðurinn Rafaela Pimenta, sem tók við eftir andlát Mino Raiola, hafi verið ósátt við 98 milljóna punda riftunarákvæði sem Juventus vill í samningnum. De Ligt telji að upphæðin sé of há og vilji frekar ákvæði í námunda við 68 milljónir punda.

Þá eru aðilarnir ósammála um launakjör. De Ligt er sem stendur hæst launaði leikmaður hópsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner