Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   mán 25. júlí 2022 22:34
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Fram sundurtættu okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var niðurlútur eftir að liðið hans tapaði 4-0 fyrir Fram í kvöld. 


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Fram

„Það er bara eins og þú segir, gríðarlega þungt og þetta særir. Mér fannst við byrja þennan leik ágætlega og það var ágætis taktur í okkar leik rétt í blábyrjunina. Við fáum fyrstu færin í leiknum og tókum þau ekki, Framararnir gerðu það hinum megin. Enn og aftur 2-0 undir í hálfleik og náðum ekki að koma til baka í seinni hálfleik."

ÍA spilaði á köflum fínan fótbolta og þá sérstaklega í byrjun leiks en það dugði ekki til í dag.

„Nei nei við náðum ekki að komast yfir, fengum einhver færi til þess en náðum því ekki. Framararnir hinsvegar nýta sín færi hinum megin og það er munurinn á liðunum."

ÍA fékk á sig fyrstu tvö mörkin á 2 mínútum þegar tæpar 20 mínútur voru búnar af leiknum.

„Það var þungt högg og við vorum slegnir yfir því og við sáum það að liðið var staðið og menn voru slegnir bæði sóknarlega og varnarlega þá vorum við ekki að færa okkur eins og við gerðum í upphafi leiks og Framararnir gengu á lagið og áttu frábæran leik hér í dag."

Jón Þór breytti aðeins til fyrir leik og fór í 3 hafsenta kerfi og setti inn nýjan danskan miðvörð líkast til í von um að breyta hagi liðsins.

„Við höfum átt svo sem ágætis kafla í þessum leikjum það hefur undantekningarlaust komið kaflar í þessum leikjum og það var alveg það sama upp á teningnum í dag. Mér fannst við byrja þennan leik ágætlega, mér fannst við undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og við töldum það að það gæti hentað okkar liði að fara í þetta kerfi og við erum með leikmenn í það en eftir að við lendum undir þá erum við of staðir og það slitnar á milli hjá okkur. Framararnir ganga á lagið, Fram er með gott fótboltalið og þegar að þeir komast í það að geta spilað hratt og stutt þá bara sundurtættu þeir okkur á köflum og við gerðum það ekki nægilega vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner