Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 25. desember 2020 07:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mbappe: Svona gengur fótboltinn fyrir sig, því miður
Tuchel og Mbappe
Tuchel og Mbappe
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe hefur sent út kveðjuskilaboð til Thomas Tuchel í kjölfar brottrekstrar þýska stjórans frá PSG í gær. Tuchel var rekinn í kjölfarið á 4-0 sigri kvöldið áður. Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Southampton og Tottenahm, er talinn líklegastur til að taka við frönsku meisturunum.

„Svona ganga hlutirnir því miður fyrir sig í fótbolta. Enginn mun gleyma tíma þínum hér. Þú skrifaðir yndislegan hluta af sögu félagsins og ég segi við þig: 'þakka þér fyrir, þjálfari'," skrifaði Mbappe á Instagram í gær.

PSG er í þriðja sæti frönsku deildarinnar, stigi á eftir Lille og Lyonl. Liðið mætir Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildinnnar.

Tuchel var ráðinn stjóri PSG árið 2018 og vann frönsku deildina bæði árin ásamt því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ágúst. PSG vann frönsku fernuna á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner