Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 24. desember 2020 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju var Tuchel rekinn? - Síðasti leikurinn 4-0 sigur
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Leonardo er yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG.
Leonardo er yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG.
Mynd: Getty Images
PSG er búið að taka nokkuð óvænta ákvörðun um að reka Þjóðverjann Thomas Tuchel úr starfi.

PSG vann 4-0 sigur á Strasbourg í gær og er einu stigi frá toppnum í Frakklandi. Liðið er þá komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en PSG fór í úrslitaleikinn í þeirri keppni í fyrra og tapaði þar fyrir Bayern München.

Mauricio Pochettino færist nær því að taka við frönsku meisturunum.

En af hverju var Tuchel rekinn? Árangurinn var nokkuð góður, en fyrir leikinn í gær fór hann í viðtal við SPORT1 í Þýskalandi. Tuchel sagðist stundum líða meira eins og stjórnmálamanni en þjálfara í starfi sínu í París.

Hann reyndi að útskýra þessi ummæli sín í viðtali eftir leikinn. „Ég sagði ekki að þetta snerist meira um pólitík en íþróttir, og ég sagði ekki heldur að ég hefði misst ánægjuna af æfingum. Kannski var þetta þýtt vitlaust. Ég sagði bara að PSG væri einstakt og að þetta væri stór áskorun fyrir mig. Það hefur alltaf verið þannig. Ég kann vel við þessa áskorun."

Tuchel sagðist hafa verið að grínast, en samkvæmt fjölmiðlamanninum Mohamed Bouhafsi hefur brottrekstur hans ekkert með viðtalið að gera. Hann var látinn vita að hann væri rekinn úr starfi í gærkvöldi og Bouhafsi segir að ástæðan sé hve lítið hann náði til leikmannhópsins og slök samskipti við félagið. Hann segir að árangurinn spili einnig inn í þar sem PSG geri meiri kröfur.

Tuchel var rekinn frá Dortmund 2017 eftir að hafa lent upp á kant við stjórnarmenn félagsins. Samband hans við þá sem ráða hjá PSG virtist ekki vera sérlega gott. Hann og Leonardo, sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG, hafa ekki náð sérstaklega vel saman. Tuchel talaði opinberlega um það fyrir nokkrum vikum að hann væri ósáttur með það hversu illa það gengi hjá félaginu að fá inn leikmenn.

„Mér líkaði ekki yfirlýsing Tuchel þjálfara. Ég skil það ekki og mér líkaði það ekki. Félaginu líkaði það ekki. Við munum skoða málið innan félagsins," sagði Leonardo ósáttur.

Svo virðist sem sambandið á milli PSG og Tuchel hafi sprungið.
Leonardo ákvað að taka í gikkinn á aðfangadag og Tuchel þarf að leita sér að nýrri vinnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner