Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. maí 2021 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„United, þeir geta bara sjálfum sér um kennt"
Niðurlútir.
Niðurlútir.
Mynd: EPA
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United hefur ekki unnið titil núna í fjögur ár og bíður Ole Gunnar Solskjær enn eftir sínum fyrsta titli.

Man Utd tapaði í kvöld úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villarreal, liðinu sem hafnaði í sjöunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.



Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, segir að United geti aðeins sjálfum sér um kennt hvernig fór í kvöld.

„United, þeir geta bara sjálfum sér um kennt. Þeir voru lélegir í fyrri hálfleik, góðir í seinni hálfleik. Nýttu sér ekki yfirburðina í seinni hálfleik til að herja á þá eftir að þeir jöfnuðu leikinn. Svo í framlengingunni, þá var eins og þeir hefðu orðið smeykir. Að einhverju leyti þreyta en líka smeykir. Villarreal voru að mínu mati líklegri til að skora í framlengingunni," sagði Davíð Þór á Stöð 2 Sport.

„Það er eins og Man Utd hafi ekki þorað halda áfram að láta boltann rúlla og keyra á þá, eins og þeir voru búnir að gera," sagði Atli Viðar Björnsson.

Sjá einnig:
Villarreal vann Evrópudeildina
Athugasemdir
banner
banner
banner