Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. júní 2020 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Adam Örn og Jón Dagur spiluðu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF sem tapaði á heimavelli gegn AaB í danska boltanum í dag.

Staðan var markalaus fyrstu 37 mínútur leiksins en gestirnir frá Álaborg náðu að setja þrjú mörk á sex mínútna kafla fyrir leikhlé.

Heimamenn í Árósum náðu að klóra í bakkann en tókst ekki að skora meira en eitt mark þrátt fyrir fín færi. Lokatölur urðu 1-4 fyrir Álaborg sem er í sjötta sæti deildarinnar.

Jón Dagur og félagar í Aarhus eru í þriðja sæti og munu keppast um að spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

AGF 1 - 4 AaB
0-1 R. Thelander ('38)
0-2 T. van Weert ('40)
0-3 I. Fossum ('44)
1-3 J. Ankersen ('45)
1-4 S. Tengstedt ('91)

Adam Örn Arnarson var þá í byrjunarliði Tromsö sem gerði markalaust jafntefli í æfingaleik gegn Ull/Kisa.

Tromsö leikur í B-deild í Noregi eftir að hafa rétt fallið á síðustu leiktíð.

Ull/Kisa 0 - 0 Tromsö
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner