Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. desember 2020 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær búinn að finna sinn eigin 'Solskjær'
Cavani hefur komið sterkur inn í lið United.
Cavani hefur komið sterkur inn í lið United.
Mynd: Getty Images
Manchester United gerði 2-2 jafntefli við Leicester þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Edinson Cavani kom inn á sem varamaður þegar stundarfjórðungur var eftir og hann átti eftir að láta til sín taka eins og hann gerir venjulega þegar hann kemur inn af bekknum.

Cavani, sem kom til Man Utd á frjálsri sölu fyrir tímabilið eftir að samningur hans við Paris Saint-Germain rann út, lagði upp mark fyrir Bruno Fernandes.

Hann er núna búinn að koma að fimm mörkum sem varamaður í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, en það er meira en nokkur annar leikmaður í stærstu deildum Evrópu.

Svo virðist sem Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, sé búinn að finna sinn eigin 'Solskjær' en Norðmaðurinn var frábær í því að koma inn á sem varamaður og breyta leikjum þegar hann spilaði með Manchester United.


Athugasemdir
banner