Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. maí 2021 14:55
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrirliði Ólsara með slitið krossband
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Reynir Antonsson, fyrirliði Víkings Ólafsvíkur, sleit krossband á hné á æfingu í síðustu viku og verður því frá keppni í sumar.

Ívar Reynir fer í aðgerð á næstu vikum og svo tekur við langt og erfitt bataferli.

Þetta er mikið áfall fyrir Ívar sem er fæddur árið 2000 og á 65 keppnisleiki að baki með meistaraflokki Víkings, auk 13 leikja með yngri landsliðum Íslands.

„Við þekkjum okkar mann og vitum að hann kemur tvíefldur til baka! Góðan bata Ívar," segir í færslu á Facebook síðu Víkings Ó.

Víkingur Ó. hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu í sumar og er án stiga eftir þrjár umferðir, með markatöluna 4-12.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner