Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. júní 2020 16:23
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: KH ekki í vandræðum á Ísafirði
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hörður Í. 0 - 3 KH
0-1 Sigfús Kjalar Árnason ('3)
0-2 Gísli Rafnsson ('33)
0-3 Jón Arnar Stefánsson ('77)

Hörður fékk KH í heimsókn á Ísafjörð í 4. deild karla í dag. Gestirnir úr 105 tóku forystuna snemma leiks með marki frá Sigfúsi Kjalari Árnasyni.

Gísli Rafnsson tvöfaldaði forystuna fyrir leikhlé og gerði Jón Arnar Stefánsson út um viðureignina með marki á 77. mínútu.

Þetta er þriðji leikurinn sem Hörður spilar á tímabilinu og er liðið með þrjú stig. KH er aftur á móti með sex stig eftir tvær umferðir.

KH stefnir upp um deild og verður áhugavert að fylgjast með gengi liðsins í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner