Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. desember 2019 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eden Hazard útilokaði Bayern útaf bróður sínum
Eden og Thorgan spila saman í belgíska landsliðinu. Yngsti bróðirinn Kylian, 24, hefur aldrei spilað fyrir Belgíu. Samanlagt hafa Eden og Thorgan gert 36 mörk í 131 landsleik.
Eden og Thorgan spila saman í belgíska landsliðinu. Yngsti bróðirinn Kylian, 24, hefur aldrei spilað fyrir Belgíu. Samanlagt hafa Eden og Thorgan gert 36 mörk í 131 landsleik.
Mynd: Getty Images
Hinn 39 ára gamli Robert Green var mikilvægur partur af leikmannahópi Chelsea á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vera þriðji markvörður og fá ekki að spila eina einustu mínútu.

Hann var tekinn í viðtal hjá The Athletic á dögunum og opnaði sig um ýmsa hluti frá síðustu leiktíð hjá Chelsea, meðal annars Eden Hazard sem skipti yfir til Real Madrid síðasta sumar.

„Eden var einn af sterkustu karakterunum í klefanum og án nokkurs vafa besti fótboltamaðurinn. Við vorum alltaf með tíu leikmenn sem spiluðu eftir höfði (Maurizio) Sarri og svo fékk Eden að gera það sem hann vildi," sagði Green.

Hazard var gríðarlega eftirsóttur og gat valið á milli bestu knattspyrnufélaga heims. Hann útilokaði þó FC Bayern til að skemma ekki fyrir yngri bróður sínum, Thorgan Hazard, sem er mikilvægur hlekkur í liði Borussia Dortmund.

„Eden hafnaði Bayern útaf yngri bróður sínum Thorgan sem spilar í deildinni. Hann vill ekki fara til Þýskalands því hann er smeykur um orðspor bróðurs sins.
Hann vill að bróðir sinn sé Thorgan Hazard, ekki bara litli bróðir Eden Hazard."

Athugasemdir
banner
banner