Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. desember 2020 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Að verjast djúpt, það er ekki ætlun mín
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var svekktur eftir 1-1 jafntefli við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Tottenham tók forystuna snemma leiks en færðist aftar á völlinn með tímanum og það kostaði jöfnunarmark á 86. mínútu.

„Ég veit ekki hvort við áttum meira skilið. Það gerðist það besta sem gat gerst við okkur þegar við skoruðum á fyrstu mínútu. Við vorum með stjórn á leiknum en fengum svo mark á okkur úr hornspyrnu. Við fengum 89 mínútur til að skora fleiri mörk en gerðum það ekki," sagði Mourinho.

„Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta var eins og gegn Liverpool þar sem við stjórnuðum hættulegum leikmönnum í 90 mínútur og fáum svo á okkur mark úr föstu leikatriði."

„Tanguy Ndombele átti góðan leik þegar hann var með orku. Ég vildi ekki að við myndum sitja aftarlega á vellinum. Ég setti Bergwijn inn á fyrir Reguilon og ferskan Lamela inn á fyrir þreyttan Son. Að verjast djúpt, það er ekki ætlun mín. Þeir vita hvað ég bað um í hálfleik, ef þeir gátu það ekki þá er það vegna þess að þeir gátu ekki betur."

Mourinho sagði í samtali við Sky Sports að lið hans hefði ekki haft metnað og þrá til að skora fleiri mörk.
Athugasemdir
banner
banner