Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. apríl 2021 16:11
Innkastið
Daði eða Djogatovic í mark KA?
Fer Daði á láni frá FH til KA?
Fer Daði á láni frá FH til KA?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KA varð fyrir áfalli í gær þegar Kristijan Jajalo markvörður handleggsbrotnaði á æfingu en Arnar Grétarsson staðfesti þetta við Fótbolta.net fyrr í dag.

Steinþór Már Auðunsson, Stubbur, er varamarkvörður KA en hann lék fyrir Magna í fyrra. Hann mun líklega verja mark KA gegn HK í fyrstu umferðinni á laugardaginn.

Rætt var um þessar fréttir í Innkastinu en Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður telur ólíklegt að hann fái traustið.

„Þó Stubbur sé goðsögn í lifanda lífi þá veit ég ekki hvort Arnar Grétarsson muni hjóla inn í mót með hann milli stanganna. Það eru ekki margir sem koma til greina í að fylla þetta skarð en mér dettur í hug Daði hjá FH," segir Gunnar en möguleiki er á því að FH muni lána Daða Frey Arnarsson markvörð í sumar.

„Djogatovic er að leita sér að liði svo það gæti verið einhver lausn," segir Elvar Geir Magnússon en hinn 36 ára Djogatovic hefur spilað fyrir Grindvíkinga síðustu tvö tímabil.

Grindavík samdi við Aron Dag Birnuson eftir síðustu leiktíð og hann verður aðalmarkvörður liðsins í sumar.
Innkastið - Púlsinn tekinn fyrir fyrstu umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner