Kristijan Jajalo, markvörður KA, handleggsbrotnaði á æfingu í gær. Óvíst er hversu lengi hann verður frá.
„Þetta eru meiðsli sem ekkert lið vill lenda í skömmu fyrir mót en þetta er partur af þessu sporti, menn meiðast og þetta var bara slys," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
„Þetta eru meiðsli sem ekkert lið vill lenda í skömmu fyrir mót en þetta er partur af þessu sporti, menn meiðast og þetta var bara slys," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Steinþór Már Auðunsson, Stubbur, mun verja mark KA gegn HK á laugardag.
Sebastiaan Brebels, belgíski miðjumaðurinn sem KA sótti frá Lommel í vetur, meiddist einnig á æfingu í gær. „Hann meiddist en ekki vitað hversu lengi hann verður frá. Það er snúningur á ökkla, það verður að koma í ljós hvenær hann verður klár aftur."
Arnar var einnig spurður út í stöðuna á Brynjari Inga Bjarnasyni.
„Brynjar lítur vel út," sagði Addi. „Ef einhverjir detta út þá koma aðrir í staðinn. Við mætum með ellefu manna lið og sjö á bekknum gegn HK."
Sebastiaan Brebels
Athugasemdir