Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. júlí 2020 11:30
Innkastið
„Fjölnir þarf senter til að bjarga lífi sínu"
Úr leik Fjölnis og Vals í gær.
Úr leik Fjölnis og Vals í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það verða að fara að koma stig í Grafarvoginn. Því lengri sem biðin verður því minna verður sjálfstraustið," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu í gærkvöldi.

Fjölnir tapaði 3-1 á heimavelli gegn Val í gær en Grafarvogsliðið situr á botni Pepsi Max-deildarinnar með þrjú stig.

„Ef stigin koma ekki í næstu leikjum þá gætum við verið að horfa upp á algjört hörmungarsumar hjá Fjölni," sagði Ingólfur Sigurðsson.

Fjölnismenn hafa skorað átta mörk í níu fyrstu umferðunum en Jóhann Árni Gunnarsson er markahæstur hjá liðinu með tvö mörk.

„Mér finnst vera margir góðir leikmenn í Fjölni. Það sem þeir þurfa númer 1, 2 og 3 er alvöru senter. Þeir þurfa senter til að bjarga lífi sínu. Ef þið viljið fara í neðri deildrnar, gerið það. Ef þið viljið fara til útlanda, gerið það. En það vantar senter," sagði Gunnar.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Sóknarsýning Blika og sterk KA gleraugu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner