Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. ágúst 2021 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það voru tveir menn heima í kvöld sem voru nokkuð glaðir"
Óskar Hrafn glaður.
Óskar Hrafn glaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn töpuðu fyrir Stjörnunni á heimavelli, Origo-vellinum, í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Stjarnan

Valur hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og eru tveimur stigum frá toppnum. Ef Breiðablik vinnur Fylki á morgun, þá er Valur fimm stigum frá toppnum með þrjá leiki eftir.

„Það voru tveir menn heima í kvöld sem voru nokkuð glaðir; Arnar (Gunnlaugsson) og Óskar Hrafn (Þorvaldsson)," sagði Reynir Leósson á Stöð 2 Sport.

„Þeir eiga leiki á morgun. En þeir gera sér væntanlega grein fyrir því að þeir þurfa að klára sín verkefni. Ef við sjáum Blikana taka sigur á morgun, þá eru þeir komnir í fimm stig. Þá er kannski einn möguleiki fyrir Val eftir, þeir eiga Blika í næstu umferð."

„Þetta var svakalega dýrt hjá þeim (Val) að hafa ekki náð í þrjú stig í dag," sagði Reynir.

Víkingur er með jafnmörg stig og Valur eins og er. Víkinga eiga útileik við FH á morgun.
Athugasemdir
banner
banner